Meistaramót 2011 – staðan og úrslit

Nesklúbburinn Almennt

Þriðji keppnisdagur meistaramóts Nesklúbbsins fór vel af stað í morgun þegar þrír flokkar léku við frábærar aðstæður í blankalogni. C flokkur kvenna reið svo á vaðið eftir hádegi og svo öldungaflokkar og stúlknaflokkur, en í öllum þeim flokkum réðust úrslit í dag.

Í Öldungaflokki karla 55 – 69 ára hafði Arngrímur Benjamínsson nokkuð öruggan sigur eftir að hafa verið í forystu frá byrjun. Arngrímur lék gott og stöðugt golf og spilaði hringina þrjá á samtals 12 höggum yfir pari. Annar varð Jóhann Reynisson og Friðþjófur Helgason varð þriðji.

Í Öldungaflokki karla 70 ára og eldri voru Haraldur Kristjánsson og Kjartan L Pálsson jafnir að loknum þremur hringjum á 260 höggum. Því varð að grípa til bráðabana þar sem Haraldur hafði betur. Í þriðja sæti varð Leifur Gíslason.

Miklar sviptingar urðu í Öldungaflokki kvenna á lokahringnum. Kristín Erna Gísladóttir spilaði frábært golf og tryggði sér sigur í flokknum með hring upp á 88 högg og þrjá hringi samtals á 276 höggum. Jónína Birna Sigmarsdóttir varð önnur á 279 höggum og Þuríður Halldórsdóttir þriðja á 286 höggum. Þuríður spilaði einnig frábært golf í dag, 89 högg og 39 punktar tryggðu henni þriðja sætið.

Í Stúlknaflokki hélt Kristín Rún Gunnarsdóttir uppteknum hætti og spilaði undir forgjöf þriðja daginn í röð, nú á 39 punktum. Hún vann stúlknaflokkinn nokkuð örugglega á samtals 118 punktum, í öðru sæti varð Matthildur María Rafnsdóttir á 102 punktum samtals og Margrét Mjöll Benjamínsdóttir varð þriðja á 95 punktum. Flott spilamennska hjá stelpunum og verður gaman að fylgjast með þeim áfram.

Í C flokki kvenna er mikil spenna fyrir lokadaginn. Helga Guðmundsdóttir spilaði mjög vel í dag og minnkaði forskot Karitasar Kjartansdóttur niður í fimm högg.

Í 3. flokki karla hefur Einar Magnús Ólafsson tyllt sér í efsta sætið fyrir lokahringinn með stöðugri spilamennsku, en hann er með þriggja högga forystu á þá Sverri Davíð Sverrisson og Ástvald Jóhannesson sem eru jafnir í öðru til þriðja sæti. Best allra í dag spiluðu Þórarinn Sveinsson og Gunnar Jóakimsson, en Þórarinn var á 83 höggum sem gaf honum hvorki meira né minna en 47 punkta og Gunnar var á 85 höggum og fékk fyrir það 44 punkta. Glæsileg spilamennska við frábærar aðstæður á Nesinu í dag.

Í 4. flokki karla höfðu Björgvin Schram og Guðjón Kristinsson sætaskipti eftir þriðja hring, Björgvin leiðir nú með tveimur höggum fyrir lokahringinn. Þorgeir J Andrésson heldur sem fastast í þriðja sætið.

Í drengjaflokki 14 ára og yngri náði Gunnar Geir Baldursson að verja forystuna með góðum hring í dag, en hann spilaði á 87 höggum. Hann er með sex högga forskot á Sindra Má Friðriksson fyrir lokahringinn á morgun og svo fylgja Hjalti Sigurðsson og Sigurður Örn Einarsson fast á hæla hans aðeins tveimur höggum á eftir.

Öldungaflokkur karla 55 – 69 ára – Úrslit
1 Arngrímur Benjamínsson       72   78   78    228
2 Jóhann Reynisson                  79   78   77    234
3 Friðþjófur Arnar Helgason     82   81   74    237

Öldungaflokkur karla 70 ára og eldri – Úrslit
1 Haraldur Kristjánsson               85   88   87   260 *
2 Kjartan Lárus Pálsson              90   85   85   260 
3 Leifur Gíslason                          90   93   92   275

* Haraldur Kristjánsson vann eftir bráðabana

Öldungaflokkur kvenna – Úrslit
1 Kristín Erna Gísladóttir              92   96   88   276
2 Jónína Birna Sigmarsdóttir       90  95    94   279  
3 Þuríður Halldórsdóttir                 93  104  89   286

Stúlknaflokkur – Úrslit
1 Kristín Rún Gunnarsdóttir                  42   37   39     118 
2 Matthildur María Rafnsdóttir             37   33    32     102 
3 Margrét Mjöll Benjamínsdóttir           33   33   29       95

C flokkur kvenna
1 Karitas Kjartansdóttir              114   115   114       343
2 Helga Guðmundsdóttir           117   132       99      348
3 Hrefna Haraldsdóttir               127    127    130     384

3. flokkur karla
1 Einar Magnús Ólafsson           90   89   87      266
2 Sverrir Davíðsson                    92   90   87      269
3 Ástvaldur Jóhannsson             81   92   96      269
4 Björn Jónsson                          91   90   90      271
5 Guðmundur Ingason                91   98   87      276

4. flokkur karla
1 Björgvin Schram                                109   97   101      307
2 Guðjón Kristinsson                          104   101   104      309
3 Þorgeir J Andrésson                         98   108   111      317
4 Halldór Guðmundsson                    115   108   110      333
5 Gunnar Lúðvíksson                          102   119   115      336 

Drengjaflokkur 14 ára og yngri
1 Gunnar Geir Baldursson                            90   87      177
2 Sindri Már Friðriksson                               90   93      183
3 Hjalti Sigurðsson                                         97   88      185
4 Sigurður Örn Einarsson                             96    89      185 
5 Theodór Árni Mathiesen                             96   91      187

Sjá nánari stöðu á golf.is