Meistaramót: mánudagur

Nesklúbburinn

Keppni hélt áfram í meistaramóti Nesklúbbsins í dag og að þessu sinni í blíðskaparveðri. Keppni lýkur í fimm flokkum á morgun og spennan því farin að aukast. Hér að neðan sjá má stöðu mála í öllum flokkum að lokinni keppni í dag mánudag.

Keppni í þriðja flokki karla er nokkuð jöfn og ekki mörg högg sem skilja menn að fyrir lokahringinn. Árni Pétursson heldur forystunni og er hún nú fimm högg. Á eftir Pétri í næstu sætum raðast menn nokkuð þétt og einungis fjögur högg sem skilja á milli annars og sjötta sætis. Það verður því spennandi keppni á morgun þegar úrslit ráðast, en einn hringur var felldur niður hjá þriðja flokki karla eins og nokkrum öðrum flokkum vegna veðurs á laugardaginn var.

  3. flokkur karla D1 D2 Samtals
1.
Árni Pétursson 87 95 182
2. Guðbrandur Rúnar Leósson 91 96 187
3. Friðþjófur A Árnason 93 96 189
4. – 6.
Helgi Þórður Þórðarson 99 92 191
4. – 6.
Stefán Pétursson 93 98 191
4. – 6.
Sigurður Indriðason 95 96 191

Fjórði flokkur karla lýkur leik á morgun en þar var einnig felldur niður einn hringur og því einungis leiknar 54 holur. Í fjórða flokki er spiluð punktakeppni og er Hannes Ottósson í mjög sterkri stöðu fyrir lokahringinn en hann hefur leikið hringina tvo á 77 punktum. Í öðru sæti er Kristinn Ólafsson með 67 punkta og Bjarni Hauksson er þriðji með 63 punkta samtals. Ekki er langt í næstu menn og líklegt að hart verði barist um verðlaunasæti á morgun.

  4. flokkur karla D1 D2 Samtals
1.
Hannes Ottósson 41 36 77 punktar
2. Kristinn Ólafsson 34 33 67 punktar
3. Bjarni Hauksson 35 28 63 punktar
4. Guðjón Vilbergsson 30 29 59 punktar
5. Haraldur Jóhannsson 28 29 57 punktar

Í þriðja flokki kvenna er einnig spiluð punktakeppni og hér hafa veðurguðirnir einnig haft þau áhrif að þrír hringir eru spilaðir en ekki fjórir eins og áætlað var. Staðan fyrir lokahringinn er nokkuð jöfn og spennandi. Steinunn Gunnarsdóttir er í fyrsta sæti með 65 punkta samtals. Steinunn Svansdóttir er önnur með 62 punkta samtals og þriðja er Sigrún Sigurðardóttir á 57 punktum samtals. Ekki er langt í næstu konur og keppni verður því spennandi á morgun.

  3. flokkur kvenna D1 D2 Samtals
1.
Steinunn Gunnarsdóttir 35 30 65 punktar
2. Steinunn Svansdóttir 25 37 62 punktar
3. Sigrún Sigurðardóttir 29 28 57 punktar
4. Ragnhildur Gottskálksdóttir 28 27 55 punktar
5. Sólrún Sigurðardóttir 28 26 54 punktar

2. flokkur kvenna lék sinn annan hring eftir hádegi í dag en í þessum flokki eru einnig leiknar 54 holur í stað 72. eins og áætlað var. Grímheiður Freyja heldur efsta sætinu og er með sjö högga forskot fyrir lokahringinn. Margrét Mjöll Benjamínsdóttir er í öðru sæti og fimm höggum á eftir Margréti er Ragna Kristín Guðbrandsdóttir. Örfá högg eru svo í næstu konur og ljóst að allt getur gerst á lokahringnum.

  2. flokkur kvenna D1 D2 Samtals
1.
Grímheiður Freyja Jóhannsdóttir 102 97 199
2. Margrét Mjöll Benjamínsdóttir 108 98 206
3. Ragna Kristín Guðbrandsdóttir 102 109 211
4.
Helga Guðbjörg Baldursdóttir 104 110 214
5. Guðlaug Guðmundsdóttir 108 110 218

Öldungaflokkur karla 55-69 ára spilaði annan hring af þremur í dag. Keppni í þessum flokki er mjög jöfn og spennandi en jafnir í 1. – 2. sæti eru Hörður Runólfur Harðarson og Guðmundur Kristinn Jóhannesson á 170 höggum samtals. Jafnir í 3. – 4. sæti eru Jónatan Ólafsson og Eggert Eggertsson, fimm höggum á eftir 1. – 2. sæti. Tvö högg eru svo í næsta mann og það verður án efa ekkert gefið eftir í baráttunni á morgun.

  Öldungar 55 – 69 ára D1 D2 Samtals
1. – 2. 
Hörður Runólfur Harðarson 86 84 170
1. – 2.  Guðmundur Kristinn Jóhannesson 85 85 170
3. – 4. Jónatan Ólafsson 92 83 175
3. – 4.
Eggert Eggertsson 87 88 175
5. Erling Sigurðsson 90 87 177

Pétur Orri Þórðarson er með nokkuð örugga forystu fyrir lokahringinn í öldungaflokki 70 ára og eldri. Fjórtan höggum á eftir Pétri í öðru sæti er Sigurgeir Steingrímsson. Kjartan Lárus Pálsson er í þriðja sæti þremur höggum á eftir Sigurgeiri og aðeins höggi frá Kjartani er Jón Hjaltason. Það verður spennandi að fylgjast með lokahringnum á morgun og sjá hverjir hreppa verðlaunasæti.

  Öldungar 70+ D1 D2 Samtals
1.
Pétur Orri Þórðarson 83 89 172
2. Sigurgeir Steingrímsson 95 91 186
3. Kjartan Lárus Pálsson 98 91 189
4.
Jón Hjaltason 96 94 190
5. Walter Lúðvík Lentz 98 100 198

Í drengjaflokki 14 ára og yngri er hörð keppni enda okkar efnilegustu kylfingar þar á ferð. Kjartan Óskar Karítasarson er efstur fyrir lokahringinn á 167 höggum samtals. Í öðru sæti er Óskar Dagur Hauksson á 173 höggum samtals, en Óskar Dagur bætti sig um 15 högg á milli hringja! Þriðji er Stefán Gauti Hilmarsson á 202 höggum samtals og skammt undan eru Kári Rögnvaldsson og Ingi Þór Olafson. Líklegt er að hörð barátta verði um gull, silfur og bronz á morgun og hér líkt og í öðrum flokkum verður spennandi að sjá hverjir raða sér í verðlaunasæti.

  Drengir 14 ára og yngri D1 D2 Samtals
1.
Kjartan Óskar Karitasarson 80 87 167
2. Óskar Dagur Hauksson 94 79 173
3. Stefán Gauti Hilmarsson 104 95 199
4.
Kári Rögnvaldsson 95 107 202
5. Ingi Þór Olafson 105 105 210

Veðurguðirnir virðast ætla að vera hliðhollir kylfingum á morgun þriðjudag. Þetta verður spennandi dagur þar sem fimm flokkar ljúka keppni eins og áður segir. Einnig hefja tveir nýir flokkar keppni á morgun og vonandi að allir keppendur eigi góðan og farsælan dag framundan á golfvellinum.