Meistaramót: sunnudagur

Nesklúbburinn

Meistaramót Nesklúbbsins hófst í dag sunnudag, degi seinna en áætlað var. Eins og flestir vita gripu veðurguðirnir heldur betur inní í gær laugardag og fór svo að ákveðið var að ekkert yrði leikið þann daginn.

Veðrið var kylfingum hagstæðara í dag sunnudag þó heldur kalt væri í veðri þegar fyrstu kylfingar fóru út, en svo hlýnaði þegar leið á daginn og varð ágætis veður. Öldungaflokkar karla riðu á vaðið og hófu leik klukkan sjö í morgun. Kylfingar voru glaðir að komast út og keppni var mikil á fyrsta degi.

Hér að neðan má sjá stöðuna eftir fyrsta dag meistaramóts Nesklúbbsins:

  Öldungar 55 – 69 ára D1
1.
Jóhann Reynisson 84
2. Guðmundur Kristinn Jóhannesson 85
3. Hörður Runólfur Harðarson 86
     
  Öldungar 70+ D1
1.
Pétur Orri Þórðarson 83
2. Sigurgeir Steingrímsson 95
3. Jón Hjaltason 96
     
  2. flokkur kvenna D1
1. – 2. 
Ragna Kristín Guðbrandsdóttir 102
1. – 2.  Grímheiður Freyja Jóhannsdóttir 102
3. Helga Guðbjörg Baldursdóttir 104
     
  Drengir 14 ára og yngri D1
1. Kjartan Óskar Karitasarson 80
2. Óskar Dagur Hauksson 94
3. Kári Rögnvaldsson 95
     
  4. flokkur karla D1
1.
Hannes Ottósson 41 punktar
2. – 3.  Bjarni Hauksson 35 punktar
2. – 3.  Lárus Guðmundsson 35 punktar
     
  3. flokkur karla D1
1.
Árni Pétursson 87
2. Guðbrandur Rúnar Leósson 91
3. Friðþjófur A Árnason 93
     
  3. flokkur kvenna D1
1.
Steinunn Gunnarsdóttir 35 punktar
2. – 3. Rannveig Pálsdóttir 30 punktar
2. – 3. Fjóla Guðrún Friðriksdóttir 30 punktar