Merktar peysur til sölu

Nesklúbburinn

Nokkrar peysur merktar Nesklúbbnum eru nú til sölu á skrifstofunni.  Þetta eru umfram peysur sem keyptar voru í sumar fyrir sveitakeppnir karla og kvenna.  Annarsvegar er um að ræða hálfrenndar flíspeysur frá 66° norður, svartar að lit.  Þær eru til í karlastærðum frá 152 (barna) og upp í fullorðins XXL.  Í kvennastærðum eru til peysur í small og Medium.  Hinsvegar eru það sígildar NIKE peysur úr ull.  Þar eru eingöngu karlastærðir í small, medium og large.Í báðum tilvikum eru um frábærar peysur að ræða og henta sérstaklega vel til golfleiks.  Merki Nesklúbbsins er saumað í hægri ermina á peysunum.  

Mismikið er til í stærðum og því bara fyrstur kemur fyrstur fær.  Í báðum tilvikum kostar peysan kr. 13.500 sem er gjafaverð.

Fyrir nánari upplýsingar í síma: 561-1930.