Metskráning í Meistaramótið 2020

Nesklúbburinn

Skráningu í 56. Meistaramót Nesklúbbsins lauk kl. 22.00 í gærkvöldi.  Þetta verður fjölmennasta Meistaramót í sögu klúbbsins þar sem 218 meðlimir eru skráðir til leiks.

Uppfærða rástímatöflu má sjá hér á síðunni „um nk/skjol“ eða með því að smella hér. Athugið að taflan er birt með fyrirvara um breytingar og því um að gera að fylgjast reglulega með öllum rástímum hér á síðunni og á Golfbox.

Rástímar fyrir fyrsta keppnisdag, laugardaginn 27. júní verða birtir bæði hér á síðunni eins fljótt og hægt er sem verður vonandi um um kl. 14.00 í dag.