Eins og félagsmenn hafa orðið varir við er mjög mikið af kríum á og í kringum golfvöllinn. Varpið virðist hafa gengið mjög vel sem er mikið fagnaðarefni. Það sem að þetta hefur þó haft í för með sér er að á bílastæðinu er mjög mikið af kríuungum sem eiga það til að laumast undir og í kringum bílana. Félagsmenn eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát þegar að þeir renna bílum sínum í eða úr hlaði, kíkja jafnvel í kringum bílana og undir þá til að fullvissa sig um að enginn ungi er í kringum bílinn.
Í vikunni sýndi stöð2 skemmtilega frétt frá fuglavarpi á Nesvellinum – sjá má fréttina með því að smella hér
eða slá inn þessa slóð: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVBC413D98-B13A-469A-8395-3E6172FC9321