Nökkvi með frábæran hring í Hótel Sögu mótinu

Nesklúbburinn

Opna Hótel Sögu mótið fór fram á Nesvellinum á laugardaginn.  þrátt fyrir dálitla rigningu um morguninn var gott veður og aðstæður allar hinar bestu.  Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í bæði höggleik og punktakeppni ásamt nándarverðlaunum á par 3 brautum.  Ótvíræður sigurvegari mótsins var Nökkvi Gunnarsson en hann lék hringinn á 65 höggum, fékk 11 pör og 7 fugla.  Frábær hringur sem skilaði honum efsta sætinu í bæði höggleik og punktakeppninni.  Helstu úrslit mótsins urðu annars eftirfarandi:

Höggleikur:

1.  Nökkvi Gunnarsson, 65 högg
2. Steinn Baugur Gunnarsson, 70 högg
3. Halldór Ingólfsson, 74 högg

Punktakeppni:

1. Nökkvi Gunnarsson, 41 punktur
2. Haraldur Haraldsson, 40 punktar
3. Ásgeir Bjarnason, 39 punktar

Nándarverðlaun:

2./11. braut: Unnar Geir Hólmarsson, 13cm frá holu
5./14. braut: Eyþór Kristjánsson, 1,50m frá holu