Mót nr. 2 í karlamótaröðinni á morgun

Nesklúbburinn

Karlamótaröðin 2019 er ný af nálinni og er fyrst og fremst til gamans gerð ásamt því bjóða karlmönnum klúbbsins upp á að spila reglulega til forgjafar með mótafyrirkomulagi.  Þetta er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem að eru að stíga sín fyrstu skref í að taka þátt í mótum sem og þá sem eru lengra komnir að lækka forgjöfina.

Það sem þarf að gera er bara að:

1. mæta hvenær sem þér hentar
2. Skrá sig í kassanum frammi í veitingasölu eða á skrifstofu
3. Greiða þátttökugjald kr. 1.000.- í umslag sem staðsett er í sama kassa (ATH. greiðist með seðlum).
4. Taka merkt skorkort sem staðsett eru við hliðina á kassanum
5. Finna meðspilara ef það hefur ekki verið ákveðið fyrirfram
6. Fara út að spila

Reglugerð og nánari upplýsingar um karlamótaröðina má sjá á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is eða með því að smella hér.