MÓTASKRÁIN 2024

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Mótaskráin 2024 hefur nú verið birt hér á síðunni undir flipanum mótaskrá.  Þar má sjá öll mót sem haldin verða á vegum klúbbsins.  Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér mótaskránna og um leið að lesa ávallt fyrirkomulag mótanna sem birt verður inni á golfbox þegar nær dregur undir „upplýsingar“ um hvert mót.

Meistaramótið verður sömu viku og síðasta sumar þó svo að það nái aðeins lengra inn í júlí.  Ecco Bikarkeppnin verður leikin með sama sniði og undanfarin tvö ár þar sem fastir leikdagar verða fyrir hverja umferð.  Nýtt mót mun líta dagsins ljós sem bera mun nafnið Minningarmótið og verður árlegt mót ef vel tekst til þar sem látinna félaga verður minnst.  Þá ætlum við að endurvekja Draumahringinn (Eclectic) sem verður með sérstaklega veglegum verðlaunum þetta árið af tilefni 60 ára afmælis klúbbsins.

Svo minnum við á að félagsmenn hafi það í huga að þegar það skráir sig í mót er það búið að skuldbinda sig fyrir settan rástíma og skal eftir fremsta megni reyna að mæta á tilsettan tíma.  Afskráning í mót eða viðburð er heimiluð allt að sólahring fyrir mótið.

Mótanefnd