Mótaskráin að verða tilbúin

Nesklúbburinn

verið er að setja lokahönd á mótaskrá Nesklúbbsins fyrir sumarið 2015.  Óhætt er að segja að hún verði með svipuðu sniði og undanfarin ár en þó með nokkrum nýjum viðburðum.  Meistaramót klúbbsins verður haldið vikuna 4. – 11. júlí og verður niðurröðun flokka í mótinu birt í apríl með fullbúinni mótaskrá um eða eftir páska.