Nesklúbburinn auglýsir eftir starfskrafti í sumar

Nesklúbburinn

Nesklúbburinn auglýsir eftir starfskrafti í starf vallarvarðar í sumar.  Helstu verkefni eru eftirlit og stjórnun umferðar á golfvellinum ásamt aðstoð á skrifstofu og við mótahald.  Leitað er eftir jákvæðum einstaklingi sem hefur þekkingu á golfíþróttinni og með góða hæfni í mannlegum samskiptum.  Vinnutími er á milli kl. 16.00 og 20.00 virka daga og aðra hverja helgi.  Ráðningartímabil er frá 15. maí – 15. september. 

Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2016 og skulu umsóknir berast á netfangið nkgolf@nkgolf.is