Í morgun skrifuðu þeir Kristinn Ólafsson formaður Nesklúbbsins og Kjartan Tómas Guðjónsson viðskiptastjóri hjá 66° undir samstarf til næstu þriggja ára. Með samstarfinu mun m.a. félagsmönnum nú standa til boða að kaupa gæðafatnað merktan með merki klúbbsins. Eins munu keppendur sveita klúbbsins verða klæddir fötum frá 66° á Íslandsmótum golfklúbba á næstu árum.
Fatnaðurinn verður til sölu í golfskálanum þegar tímabilið hefst og verður þá kynntur sérstaklega bæði á hreinsunardeginum og sem og hér á síðunni.
Á myndinni má sjá þá Þorstein Guðjónsson félagsmann í Nesklúbbnum sem hafði milligöngu fyrir samstarfinu, Kristinn Ólafsson formann Nesklúbbsins og Kjartan Tómas Guðjónsson frá Sjóklæðagerðinni við undirskriftina í morgun.