Nesvellir opna 1. september – Gjafabréf og tilboð

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Nesvellir hin glæsilega inniaðstaða Nesklúbbsins á Austurströnd opnar  á ný eftir sumarlokun þann 1. september. Í tilefni þess er öllum klúbbfélögum Nesklúbbsins boðið að nýta meðfylgjandi gjafabréf til að prófa golfhermana okkar. Gjafabréfið gildir í eina klukkustund og þarf að nýtast í september. Hver félagi getur aðeins nýtt gjafabréfið einu sinni.


Einnig býðst klúbbfélögum mánaðaráskrift (að hámarki 10 klukkustundum) að hermunum í september fyrir aðeins 5.000.- krónur.
Til að nýta gjafabréfið og kaupa mánaðaráskrift þarf að hringja í síma 561-1910 á opnunartíma og bóka tíma.

Opnunartími í september verður frá 12 til 21 á virkum dögum og 10 til 16 um helgar.

Hægt er að tryggja sér fastan tíma í vetur með því að hringja í síma 561-1910 á opnunartíma eða með því að senda tölvupóst á nokkvi@nkgolf.is.
Á næstu dögum verður einnig opnað fyrir bókanir á netinu á heimasíðu Nesvalla https://boka.nkgolf.is