NK golfferð til Alicante Golf á Spáni

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

NK golfferð til Alicante Golf á Spáni í samstarfi við Okkar ferðir, 14 – 24 april 2023

Alicante golf þarf vart að kynna fyrir Nesklúbbsmeðlimum. Um árabil hafa fjölmargir Íslendingar lagt leið sína til Alicante golf og spilað golf á þessum frábæra velli. Staðsetningin er sérlega góð, aðeins 20 mín frá flugvelli, Eiðistorgið í bakgarðinum og stutt í miðbæ Alicante. Einnig er stutt labb á ströndina ef menn kjósa að komast aðeins í sjóinn.

Ferðatilhögun:

Brottför 14. apríl 

Flug FI 584 brottför klukkan 08:50 koma klukkan 15:10

Akstur á hótelið

15.- 23. apríl

Golf og gleði. Rástímar eru flestir frá kl. 9:30 að morgni.

Heimkoma 24. apríl

Farið frá hótelinu klukkan 13:00

Flug  FI 585 brottför klukkan 16:10, áætlaður komutími 18:40

Verð

á mann í tveggja manna herbergi kr. 295.000

á mann í eins manns herbergi kr. 348.000

Innifalið. Flug með Icelandair, innrituð ferðataska 20 kg, handfarangur og flutningur á golfsetti. Gisting á Hotel Alicante Golf með morgunverði 10 í nætur https://en.hotelalicantegolf.com/home. Aðgangur að spa. Golf alla daga nema ferðadaga – 9 golfhringir með golfbíl. Auka golf hringur sem bókaður er samdægurs 35 EUR á mann miðað við tvo í golfbíl.

Fararstjóri: Haukur Óskarsson

Akstur til og frá flugvelli.

Bókanir sendist á info@okkarferdir.is

Athugið aðeins er pláss fyrir 40 manns í þessa ferð þannig að fyrstir koma fyrstir fá.