Nokkur atriði fyrir lokun skálans á laugardaginn

Nesklúbburinn

Á laugardaginn lýkur formlega golftímabilinu 2016 á Nesvellinum.  Skálanum lokar að Bændaglímunni lokinni sem haldin verður á laugardag (sjá nánar golf.is) og völlurinn verður frá og með sunnudeginum 25. september EINGÖNGU opinn félagsmönnum.

Nokkur atriði sem vert er að hafa í huga áður en skálanum lokar:

* Vantar kylfu í settið þitt?  Það eru ótrúlega margar kylfur sem orðið hafa viðskila við settið sitt á vellinum í sumar.  Kannaðu hvort að það vanti kylfu í þitt sett og ef svo er – komdu og sjáðu hvort hún leynist hér.

*  Áttu golfsett í kerruskúrnum?  Ennþá eru nokkur sett úti í kerruskúr.  Þar sem að skúrinn er ekki upphitaður skaltu nálgast settið fyrir veturinn svo að það liggi þar ekki undir skemmdum í vetur.

*  Tapað/fundið – skúffurnar í anddyrinu eru fullar af fatnaði o.fl. sem hefur bæði gleymst og tapast í skálanum og á vellinum – ef þig vantar eitthvað, komdu og sjáðu hvort það er hér.

*  Áttu ennþá inneign í veitingasölunni?  Allir félagsmenn 20 ára og eldri greiða með félagsgjöldum sínum kr. 7.000 í inneign í veitingasöluna.  Hún rennur út eftir laugardaginn þannig að komdu og kannaðu hvort að þú sért ekki örugglega búinn með þína.