Nökkvi Gunnarsson, kylfingur og golfkennari í Nesklúbbnum var valinn til þess að leika fyrir hönd Höfuðborgarliðsins í KPMG-bikarnum sem fram fer nú um helgina á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Keppnin er holukeppnismót á milli liða höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Höfuðborgarliðið skipa samtals 12 leikmenn úr Golfklúbbi Reykjavíkur, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, Golfklúbbnum Oddi og Nesklúbbnum. Landsbyggðarliðið skipa svo samtals 12 leikmenn annarra golfklúbba. Mótið svipar mjög til Ryder-cup keppninnar og eru leiknar þrjár umferðir. Fyrst er leikinn fjórleikur á föstudagsmorgunn og síðan fjórmenningur eftir hádegi á föstudag. Á laugardag er svo leikinn tvímenningur stendur það lið uppi sem sigurvegari sem safnað hefur fleiri vinningum. Nökkvi var valinn í lið Höfuðborgarinnar eftir góðan árangur á Eimskipamótaröðinni undanfarið. Þegar að þetta er skrifað hefur hann leikið í fjórmenningnum ásamt Sigurjóni Arnarsyni úr Golfklúbbi Reykjavíkur á móti tveimur kylfingum úr landsbyggðar liðinu og fór leikurinn 2/1 fyrir Nökkva og Sigurjóni. Hægt er að fylgjas með úrslitum leikjanna á Kylfingi.is