NTC Hjóna- og parakeppnin á laugardaginn – nokkur sæti laus

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Hin glæsilega og stórskemmtilega NTC hjóna- og parakeppni verður haldin á laugardaginn.  Eins og undanfarin ár bauðst þeim sem skráð voru í mótið i fyrra að forbóka sig í mótið og er þeirri forbókun nú lokið.  Búið er að setja alla þá inn sem höfðu skráð sig í síðustu viku inn í mótið  sem og af biðlista.  Það eru þó enn örfá sæti laus og það er bara fyrstur kemur fyrstur fær – þetta er bara gaman og það er sko geggjuð veðurspá.

Nánari upplýsingar og skráning í mótið má sjá á golfbox eða með því að smella hér.  Skráningu lýkur á föstudaginn kl. 11.00.

Ath. það þarf að skrá báða einstaklinga inn í mótið á sama tíma svo allt sé á hreinu hver spilar með hverjum.