Nýr samstarfssamningur við Seltjarnarnesbæ

Nesklúbburinn

Í gær undirrituðu Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness og Kristinn Ólafsson formaður Nesklúbbsins nýjan samstarfssamning á milli Seltjarnarnesbæjar og Nesklúbbsins.  Farsælt samstarf hefur verið á milli Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness og klúbbsins um langt árabil.  Þessum nýja samningi er ætlað að efla samstarfið enn frekar og tryggja öflugt og markvisst íþrótta- og tómstundarstarf fyrir börn og unglinga af Seltjarnarnesi í samræmi við íþrótta-, tómstunda og lýðheilsustefnu bæjarins.  
Með samningnum er einnig tryggt að Nesklúbburinn geri börnum og ungmennum sem búa á Seltjarnarnesi kleift að stunda íþróttina, m.a. með því að veita þeim greiðan aðgang að því öfluga starfi sem fram hjá klúbbnum. 
  
Eins og í fyrri samningi er einnig sérstök áhersla lögð á mikilvægi forvarnargildis og þjónustuhlutverks Nesklúbbsins gagnvart bæjarbúum og gildi golfsins sem almenningsíþróttar sem allir geta stundað í sátt við náttúruna á Nesinu.