Öldungabikarinn er stórskemmtilegt innanfélagsmót fyrir kylfinga Nesklúbbsins, karla og konur. Leikið verður eftir holukeppnisfyrirkomulagi án forgjafar. Leiknir verða 6 níu holu hringir, tveir á dag. Keppendur raðast samkvæmt Monrad kerfi. Leikdagar eru 20., 23. og 26. júlí, ræst út frá kl. 17.00 nema sunnudaginn 26. júlí er ræst út kl. 14.00.
Allar konur og karlar í Nesklúbbnum sem eru eða verða 50 ára á árinu geta tekið þátt. Keppendum er raðað í upphafi eftir forgjöf en síðan eftir vinningum. Þeir keppa innbyrðis sem eru næstir í röðinni eftir hvern hring. Sá vinnur sem er efstur á listanum eftir 6 hringi.
Veitt verða verðlaun fyrir efsta sætið og til þess sem færir sig um flest sæti upp á við
Þátttökugjald kr. 4.000 og er innifalið súpa og brauð að leik loknum síðasta daginn
ATH: Æskilegt er að þeir sem skrá sig til leiks geti leikið alla hringina 6.
Skráning fer nú fram á golfbox og er nóg að skrá sig eingöngu í fyrsta mótið – hægt er að skrá sig hér.
Skráningu lýkur laugardaginn 17. júlí kl. 18.00