Ólafur Björn og Jóhanna Lea klúbbmeistarar 2020

Nesklúbburinn

Meistaramóti Nesklúbbsins 2020 lauk nú undir kvöld og eru nýkrýndir klúbbmeistarar þau Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir sem sigraði í Meistaraflokki kvenna og Ólafur Björn Loftsson sem sigraði í Meistaraflokki karla.  Nesklúbburinn óskar þeim innilega til hamingju með sigurinn.