Ömmumót NK-GR mánudaginn 17. ágúst

Nesklúbburinn

Ömmumót GR-NK verður haldið á Grafarholtsvelli mánudaginn 17. ágúst

Hið árlega Ömmumót NK-GR verður haldið á Grafarholtsvelli mánudaginn 17. ágúst. Ræst er út samtímis af öllum teigum kl.9:00, mæting kl.8:00. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni, hámarksforgjöf er gefin 36. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 holum vallarins og fyrir lengsta upphafshögg á 13. braut.

Keppt er í eftirfarandi flokkum:

Ömmur 70 ára og eldri
Ömmur 60 – 69 ára
Ömmur 59 ára og yngri. 

Ömmur í Nesklúbbnum fá forskráningu í mótið sem hefst fimmtudaginn 6. ágúst kl.10:00 á www.golf.is  Mótsgjald er 5.000 kr. og þarf að greiða við skráningu. Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar að móti loknu.

Glæsileg verðlaun og dregið verður úr skorkortum við verðlaunaafhendingu.

Golfklúbbur Reykajvíkur í samvinnu við Nesklúbbinn