Sveitakeppnirnar framundan – Nesklúbburinn sendir 5 sveitir

Nesklúbburinn

Sveitakeppnir Golfsambands Íslands fara fram næstu vikurnar út um allt land.  Sveitakeppni er eins og nafnið gefur til kynna keppni, á milli sveita eða liða, allra golfklúbba á Íslandi.  Keppt er í deildum á milli A-sveita klúbbanna og svo einnig í öldunga- og unglingaflokkum.  Í öllum keppnum er leikið eftir holukeppnisfyrirkomulagi, bæði fjórmenningur og tvímenningur, mismargir leikir þó eftir því hvaða flokka á við. Nesklúbburinn sendir í ár sveitir til keppni í A-sveitum karla og kvenna, öldungaflokkum karla og kvenna og drengjaflokki 15 ára og yngri. Nú um helgina leika A-sveitir Nesklúbbsins, konurnar í 1. deild á Hólmsvelli í Leiru og karlarnir í 2. deild á Vestmannaeyjavelli.  Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag og „live“ úrslit leikjanna má nálgast á golf.is

Liðsskipan í A-sveitar kvenna:

Ágústa Dúa Jónsdóttir
Helga Kristín Einarsdóttir
Helga Kristín Gunnlaugsdóttir
Karlotta Einarsdóttir
Matthildur María Rafnsdóttir
Oddný Rósa Halldórsdóttir
Ragna Kristín Guðbrandsdóttir
Þyrí Valdimarsdóttir

Liðsstjóri: Sigrún Edda Jónsdóttir

Liðsskipan A-sveitar karla:

Dagur Jónasson
Einar Þór Gunnlaugsson
Gauti Grétarsson
Guðmundur Örn Árnason
Nökkvi Gunnarsson
Oddur Óli Jónasson
Rúnar Geir Gunnarsson
Steinn Baugur Gunnarsson

Liðsstjóri: Rúnar Geir Gunnarsson