OPNA Nesskip – úrslit

Nesklúbburinn Almennt

OPNA NESSKIP mótið fór fram á Nesvellinum um helgina.  Mótið var 18 holur þar sem leikið var eftir punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Einnig voru veitt nándarverðlaun á par 3 holum.  Allur ágóði af mótinu rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins.

Helstu úrslit í mótinu voru eftirfarandi:

Punktakeppni:

  1. sæti: Magnús Kristinsson, GSE – 42 punktar
  2. sæti: Magnús Máni Kjærnested – 39 punktar
  3. sæti: Skarphéðinn Þórisson – 39 punktar

Besta skor: Magnús Máni Kjærnested – 65 högg

Nándarverðlaun:

2. braut: Magnús Máni Kjærnested
5. braut: Pétur Steinn Þorsteinsson
9. braut: Rafn Hilmarsson

Vinningshafar geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu klúbbsins