Opna Pétursmótið í dag – úrslit

Nesklúbburinn

Opna Pétursmótið sem haldið er til heiðurs Pétri Björnssyni var haldið á Nesvellinum í dag.  Tæplega 90 þátttakendur voru skráðir til leiks og fór mótið fram við fínar aðstæður þrátt fyrir töluverðan vind þar sem að hátt í 20 stiga hiti var á meðan mótinu stóð.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni í karla- og kvennaflokki ásamt besta skori í báðum flokkum og nándarverðlaunum á par 3 brautum.  Bestum árangri náði Ragna Kristín Guðbrandsdóttir úr Nesklúbbnum en hún fékk hvorki fleiri né færri en 48 punkta.  Ragna sem fyrir mótið var með 26 í forgjöf lék á 86 höggum og mun fyrir vikið fá dágóða forgjafarlækkun.  Helstu úrslit urðu annars eftirfarandi:

PUNKTAKEPPNI:

Kvennaflokkur:

1. sæti: Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, NK – 48 punktar
2. sæti: Þórkatla Aðalsteinsdóttir, GR – 41 punktur
3. sæti: Þyrí Valdimarsdóttir, NK – 39 punktar

Karlaflokkur:

1. sæti: Oddur Stefánsson, GR – 43 punktar
2. sæti: Hallur Dan Johansen, NK – 41 punktur
3. sæti: Jóhann Helgi Jóhannesson, GR – 38 punktar 

Besta skor í höggleik án forgjafar:

Karlaflokkur: Rúnar Geir Gunnarsson, NK – 72 högg

Kvennaflokkur: Helga Kristín Gunnlaugsdóttir, NK – 78 högg

Nándarverðlaun:

2./11. braut: Jón Haukur Guðlaugsson, GR – 65,5cm frá holu
5./14. braut: Eggert Eggertsson, NK – 1,04m frá holu