Opnum tímum í Lækningaminjasafninu lokið

Nesklúbburinn

Ekki verða fleiri opnir tímar í Lækningaminjasafninu þetta vorið og er þeim félagsmönnum sem nýtt hafa sér aðstöðuna þar í vetur sem og öllum öðrum náttúrulega því bent á æfingasvæði klúbbsins úti á golfvelli til frekari æfinga.

Boltavélin er opin frá 9.00 – 20.00 alla daga og er hægt að nota 100 kr. mynt og boltakort í vélina.