Púttmót á sunnudaginn

Nesklúbburinn

Nú er farið að síga á seinni hlutann í púttmótum vetrarins í Risinu sem haldin hafa verið á sunnudögum.  Núna á sunnudaginn verður næstsíðasta mótið og er það eins og áður, bara mæta með pútterinn og kúlu einhverntíman á milli kl. 11.00 og 13.00.  Tveir fyrir einn, þ.e. allir fá tvo 18 holu hringi fyrir 500 kallinn.

Nú verða aukaverðlaunin „hola í höggi á 3. braut“ og fara því allir þeir sem fara holu í höggi á 3. braut í pott þar sem dreginn verður út sigurvegari.

Sjáumst hress á sunnudaginn þar sem Hjalti verður að sjálfsögðu mættur og með heitt á könnunni