Úrslit í níunda púttmótinu

Nesklúbburinn

Níunda og næstsíðasta púttmót vetrarins fór fram á sunnudaginn.  Í karlaflokki voru þeir Gunnlaugur Jóhannsson og Arnar Friðriksson jafnir á 28 höggum.  Eftir útreikninga og að lokum hlutkesti var það Arnar sem bar sigur úr býtum.  Í kvennaflokkisigraði Helga Kristín Gunnlaugsdóttir en hún lék einnig á 28 höggum.

Aukaverðlaunin hlaut Áslaug Einarsdóttir

Sigurvegarar geta sótt vinningana hjá Hjalta í Risinu

Að óbreyttu verður síðasta mótið haldið næstkomandi sunnudag.  Þá fer einnig fram lokamótið og hafa þeir sem hafa endað í einhverju af þremur efstu sætunum í púttmótum vetrarins þátttökurétt í því móti.  Þeir sem hafa unnið sér inn þátttökurétt nú þegar eru:

Arnar Friðriksson
Eyjólfur Sigurðsson
Gauti Grétarsson
Guðjón Davíðsson
Gunnlaugur Jóhannsson
Haukur Óskarsson
Helga Kristín Gunnlaugsdóttir
Hildigunnur Hilmarsdóttir
Hólmfríður Júlíusdóttir
Jórunn Þóra Sigurðardóttir
Ólafur Benediktsson
Leifur Gíslason
Rafn Hilmarsson
Rannveig Laxdal
Stefán Örn Stefánsson
Þorkell Helgason
Þuríður Halldórsdóttir
Örn Baldurs

Á sunnudaginn er því síðasti möguleiki til að vinna sér inn þátttökurétt í lokamótinu en það hefst kl. 13.00 á sunnudaginn eða þegar hinu hefðbundna móti lýkur.