Rándýrt prógram á Herrakvöldinu

Nesklúbburinn

Hið árlega herrakvöld Nesklúbbsins fer fram föstudaginn 24. febrúar næstkomandi og óhætt er að segja að dagskráin hafi sjaldan eða aldrei verið betri.  Veislustjórn kvöldsins verður í höndum Kristins Kjaernested, formanns Knattspyrnudeildar KR og íþróttaþular og ræðumaður kvöldsins verður Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra.  Þá verður uppistand, happdrætti til styrktar unglingastarfi klúbbsins ásamt glæsilegu veisluhlaðborði að hætti Kristjáns.  Kvöldið hefst kl. 19.00 og formleg dagskrá og borðhald kl. 20.00.  Miðaverð er aðeins kr. 5.500 og má nálgast miða á haukur@nkgolf.is eða í síma 860-1358.  Í fyrra komust færri að en vildu og því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst.