Skoðanakönnun Gallup

Nesklúbburinn

Vegna skoðanakönnunar Gallup sem verið er að framkvæma um þessar mundir viljum við koma eftirfarandi á framfæri.  Það hefur eitthvað borið á því að fólk hefur ekki fengið könnunina senda með tölvupósti og geta þar legið að baki nokkrar ástæður.

Samkvæmt reglum Gallup voru allir teknir út sem hafa látið bannmerkja sig hjá Þjóðskrá eins og fram kom í tilkynningu fyrir helgi. Auk þess voru nokkrir meðlimir sem vantaði e-mail hjá og eðlilega fengu þeir ekki tölvupóst og síðan er mögulegt að póstur lendi í „junk-mail“ hjá ykkur.

Það eiga allir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöld og eru eldri en 18 ára að fá tækifæri til að taka þátt. Ef þú hefur samband við Hauk hjá Nesklúbbnum (haukur@nkgolf.is) þá kemur hann ykkur inn í könnunina. Gallup mun svo í framhaldinu senda á þá sem hafa ekki fengið hana en óska eftir því að fá hana um miðja þessa viku.

Stjórn Nesklúbbsins