Skoðanakönnun Gallup hjá félagsmönnum NK

Nesklúbburinn

Á síðasta fundi stjórnar klúbbsins var ákveðið að framlengja skráningar á rástímum um tvær vikur til viðbótar eða til 15. júní. Jafnframt var ákveðið að framkvæma skoðanakönnun meðal félagsmanna NK um það hvort rástímabókanir ættu að vera viðvarandi áfram í sumar eða hvort hverfa ætti aftur til boltarennunnar.  Ljóst er að skiptar skoðanir meðal félaga í klúbbnum um framtíð yfirstandandi fyrirkomulags.  Gallup hefur verið falið að framkvæma þessa könnun á næstu dögum og er þýðingamikið að sem flestir taki þátt í könnuninni. Í dag er hægt að bóka rástíma með því láta skrá sig í gegnum síma eða í gegnum Golfboxið.  Félagar geta skráð sig fimm sólarhringa fram í tímann, en utanfélagsmenn í einn sólarhring.

Boltarennufyrirkomulagið gerir ráð fyrir því að félagar sem og allir kylfingar utan Nesklúbbsins geta mætt hvenær sem er gegn því að bíða eftir því að röðin komi að þeim.

MIKILVÆGT: Við framkvæmd skoðanakönnunarinnar verða notuð netföng félagsmanna sem eru skráð inni á Golfbox.  ATH: þessi póstur er ekki sendur í gegnum þann lista.  Það er því nauðsynlegt að allir sem eru ekki með netföng sín skráð á Golfbox eða þurfa að uppfæra þau geri það eigi síðar en þriðjudaginn 2. júní næstkomandi.