Laugardaginn 24. ágúst. fer fram lokamótið í Draumahringnum og hófst skráning á golf.is í morgun. Eins og undanfarin ár hefur Draumahringurinn verið í fullum gangi í allt sumar en þá er tekið besta skor allra meðlima Nesklúbbsins á hverri holu í fyrirframákveðnum mótum. Útkoman er hjá flestum ansi góð og hjá mörgum hinn sannkallaði Draumahringur.
Lokamótið er því síðasti möguleikinn til að bæta sig á hverri holu. Þar fyrir utan er verður leikin 18 holu punktakeppni og verða veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin í sjálfu mótinu ásamt því að veitt verða verðlaun fyrir heildarkeppnina.
Allar nánari upplýsingar um mótið og skráningu i það á golf.is
Nánari upplýsingar um Draumahringinn og stöðu hvers og eins má sjá hér á síðunni undir „Draumahringurinn“ (neðst til vinstri).