A-sveitir Nesklúbbsins keppa um helgina

Nesklúbburinn

Sveitakeppni Golfsambands Íslands í flokki fullorðinna hefst á morgun í öllum deildum.  Nesklúbburinn sendir að vanda sveitir til leiks og keppa þær nú báðar í efstu deildum.  Hjá körlunum leikur 1. deildin á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og hjá konunum leikur 1. deildin á Hólmsvelli á Leiru í Keflavík. Sveitakeppnirnar eru einu mótin á hverju ári þar sem keppt er í liðakeppni innan GSÍ.  Í efstu deildunum er klúbbunum skipt upp í tvo fjögurra liða riðla.  Þar leika allir við alla þar sem leikinn er einn fjórmenningur og fjórir tvímenningar og sigrar það lið í hverjum leik sem hlýtur fleiri vinninga.  Mikil og góð stemmning skapast oft á þessum mótum og eru félagsmenn hvattir til að kíkja við og hvetja okkar lið áfram enda eru mót sem þessi ákaflega áhorfendavæn.

A-sveit Kvenna er skipuð eftirfarandi konum:
Ágústa Dúa Jónsdóttir
Erla Ýr Kristjánsdóttir
Helga Kristín Gunnlaugsdóttir
Helga Kristín Einarsdóttir
Karlotta Einarsdóttir
Matthildur María Rafnsdóttir
Oddný Rósa Halldórsdóttir
Þyrí Valdimarsdóttir 

Liðsstjóri: Sigrún Edda Jónsdóttir

A-sveit karla er skipuð eftirfarandi leikmönnum:
Dagur Jónasson
Guðmundur Örn Árnason
Kristinn Arnar Ormsson
Nökkvi Gunnarsson
Oddur Óli Jónasson
Ólafur Björn Loftsson
Rúnar Geir Gunnarsson
Steinn Baugur Gunnarsson

Liðsstjóri: Jónas Hjartarson