Skráningu í Meistaramótið lokið

Nesklúbburinn

Skráningu í 49. Meistaramót Nesklúbbsins lauk nú klukkan 22.00 í kvöld.  Þegar mappan var fjarlægð úr salnum á slaginu 22.00 höfðu 213 meðlimir í klúbbnum skráð sig til leiks sem er frábær þátttaka enn eitt árið.  Það lítur því allt út fyrir frábært Meistaramót enda veðurspáin góð fyrir næstu viku.