Snjallforrit fyrir kylfinga tekið í notkun á Nesvellinum

Nesklúbburinn

Nesklúbburinn hefur tekið í notkun snjallforrit sem gerir kylfingum sem leika Nesvöllinn kleift að skrá skor sitt, nota sem vallarvísi auk þess að mæla fjarlægðir svo eitthvað sé nefnt. Forritið er danskt að uppruna og hefur verið mikið notað á Norðurlöndum undanfarin ár, meðal annars á Ecco túrnum við góðan orðstír. Forritið heitir GLFR og geta kylfingar hlaðið því niður á snjallsíma sína og notað á Nesvellinum auk fleiri af fremstu golfvöllunum á Íslandi. Forritið er einfalt í notkun og auðvelt að hefja notkun þess. Forritið er frítt og á síðunni GLFR.com geta kylfingar kynnt sér málið frekar auk þess sem þar er að finna tengla bæði fyrir Iphone (App Store) og Android (Google Play) til að hlaða niður forritinu.