Staðan í Draumahringnum

Nesklúbburinn

Draumahringurinn hefur nú verið uppfærður og má sjá stöðuna í öllum flokkum sem og upplýsingar Draumahringinn með því að smella hér. 

Draumahringurinn er innanfélagsmót Nesklúbbsins þar sem keppt er með Eclectic keppnisfyrirkomulagi. Fyrirfram ákveðin mót sem fara fram á Nesvellinum og opin eru öllum félagsmönnum, frá maí til og fram í lok ágúst eru hluti af Draumahringnum (sjá nánar í reglum mótsins).

Þeir sem ekki vilja taka þátt í Draumahringnum láti vita með tölvupósti (nkgolf@nkgolf.is) eða láti mótanefnd vita. Ekkert gjald er fyrir þátttöku í Draumahringnum. Lokamót Draumahringsins er sérstakt mót sem verður núna laugardaginn 24. ágúst.