Fræðslufundur og skráning í Meistaramótið

Nesklúbburinn

Minnum á fræðslufundinn í kvöld á milli kl. 19.00 og 20.00 (sjá neðar).  Skráningu í Meistaramótið lýkur á morgun, fimmtudag kl. 22.00.

Fræðslufundur á miðvikudag á milli kl. 19.00 og 20.00.

Meistaramót Nesklúbbsins er framundan en það er eins og flestir vita fjölmennasta og stærsta mót hvers sumars auk þess að vera stórkostleg skemmtun. 

Við bryddum nú upp á þeirri nýjung að bjóða ekki síst þeim félagsmönnum sem eru að fara í sitt fyrsta Meistaramót upp á sérstakan fræðslufund þar sem farið verður yfir helstu reglurnar. Steinn Baugur Gunnarsson golfþjálfari mun einnig gefa nokkur góð ráð m.a. um hvað best er að leggja áherslu á rétt fyrir mót, varðandi upphitun og leikskipulag.

Þeir félagsmenn sem hafa tekið þátt í Meistaramóti áður, en vilja fræðast betur um helstu reglur mótsins eru að sjálfsögðu velkomnir.

Fundurinn verður haldinn í golfskálanum miðvikudaginn 27. júní á milli kl. 19.00 og 20.00.