Kjartan sigraði í púttmótaröðinni

Nesklúbburinn

Úrslitamótið í púttmótaröðinni fór fram í gær.  Fyrst var leikinn 18 holu höggleikur þar sem 8 efstu komust áfram í holukeppni.  Kjartan Steinsson sigraði í höggleiknum á 28 höggum og aðeins höggi á eftir honum var Dagur Jónasson.  Átta manna úrslitin röðuðust annars svona upp:

Kjartan Steinsson vs. Áslaug Einarsdóttir – Kjartan vann
Dagur Jónasson vs. Þuríður Halldórsdóttir – Þuríður vann
Guðjón Davíðsson vs. Magndís Sigurðardóttir – Guðjón vann
Rúnar Geir vs. Þórarinn Gunnar – Rúnar vann

Í undanúrslitum léku svo:

Kjartan vs. Rúnar Geir – Kjartan vann 3/1
Þuríður vs. Guðjón – Guðjón vann 4/3

Leikur um þriðja sætið:

Rúnar vs. Þuríður – Rúnar sigraði á 27 holu

Úrslitaleikur:

Kjartan vs. Guðjón – Kjartan sigraði 1/0

 

Klúbburinn óskar Kjartani innilega til hamingju sem verið hefur duglegur við að sækja opna tíma í Lækningaminjasafninu í vetur og því ljóst sem fyrr að æfingin skapar meistarann.