Sveitakeppnum lokið – árangur Nesklúbbsins

Nesklúbburinn

Öllum sveitakeppnum GSÍ er nú lokið.  Um síðastliðna helgi var keppt í öldungaflokkum á Akureyri og í unglingaflokkum á þremur völlum á suðurlandi.  Árangur sveita Nesklúbbsins var heilt yfir með miklum ágætum og verða allar sveitir klúbbsins í efstu deild á fimmtugasta afmælisári klúbbsins á næsta ári. Árangur sveitanna var annars eftirfarandi:

 

A-sveit kvenna: 4. sæti – 1. deild, leikin á Hólmsvelli í Leiru, Keflavík

A-sveit karla: 6. sæti – 1. deild, leikin á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði

Öldungasveit Karla: 4. sæti – 1. deild, leikin á Jaðarsvelli á Akureyri

Öldungasveit Kvenna: 4. sæti – 1. deild, leikin á Jaðarsvelli á Akureyri

Piltasveit 16 – 18 ára: 11. sæti – leikið á Strandarvelli á Hellu

Drengjasveit 15 ára og yngri: 16. sæti – leikið á Þverárvelli á Hellishólum

Því miður náðist ekki að manna stúlknasveit 18 ára og yngri eins og til stóð.