Dálitlar breytingar hafa orðið á tannhjólareglunni og eru félagsmenn og aðrir eru beðnir um að kynna sér innihald reglunnar sem hér eftir mun líta svona út:
– Ráshópur sem kemur af 9. flöt hefur alltaf forgang á 10. teig.
– Ef kylfingur/ar úr ráshópi hætta leik að loknum 9 holum eiga þeir sem eftir eru samt sem áður forgang. Ætlast er þá til að reynt sé að fjölga í ráshópnum á álagstímum eins og hægt er og hafa þeir sem lengst hafa beðið (eiga fremsta boltann í rennunni) forgang í hópinn.
Dæmi 1: Ef tveir kylfingar eru að leika saman og á leið á 10. braut hafa þeir forgang á teiginn. Ef bið er við teiginn skal eins og hægt er fjölga í ráshópnum (gera hann helst að fjögurra manna ráshópi) með þeim sem bíða og skal þá fyrst leita til þeirra sem lengst hafa beðið og svo koll af kolli.
Dæmi 2: Ef fjórir kylfingar eru að leika saman og á leið á 10. braut og einhver úr hópnum hættir hafa þeir sem eftir eru ennþá forgang á 10. teig. Skal þá eins og í dæmi 1 reyna að fjölga í ráshópnum eins og hægt er.
– Forgangur þýðir að þeir eru næsti ráshópur til að hefja leik. Sé ráshópur á teignum að bíða eftir hefja leik eru þeir kylfingar sem eru á leið í gegn á eftir þeim sem fyrir eru á teignum.
– Tannhjólareglan gildir ekki ef fólk gerir hlé á leik sínum
Notum almenna skynsemi, sýnum hvort öðru kurteisi og njótum þess að spila golf