Vallarvarsla á Nesvellinum í sumar

Nesklúbburinn

Eins og fram hefur komið verður vallarvarsla á Nesvellinum í sumar og þá sérstaklega á álagstímum.  Búið er að ráða þrjá starfsmenn til að sinna þeirri vinnu og munu þeir hefja störf á allra næstu dögum.  Vallarvarsla getur oft á tíðum verið vanþakklátt starf en hafa ber í huga að starfið er unnið eftir settum reglum frá stjórn klúbbsins.  Til að átta sig á hlutverki vallarvarða á Nesvellinum í sumar þá er það eftirfarandi:

Hlutverk valarvarðar er að stjórna umferð um völlinn og sjá um að haldið sé eðlilegum leikhraða

   Vallarvörður:
     – Stýrir umferð á fyrsta teig, þ.m.t. tannhjólareglunni
     – Sér um að farið sé út á 10 mínútna fresti
     – Sér um að ráshópar séu fjögurra manna á álagstímum þegar hægt er
     – Stjórnar leikhraða á vellinum
     – Ekur um og hvetur ráshópa sem dragast afturúr
     – Sér um að hleypt sé framúr ef á þarf að halda 

Notum almenna skynsemi á fyrsta teig, sýnum hvort öðru virðingu og kurteisi og njótum þess að spila golf