Tímabilið að klárast – ertu í skuld eða áttu inneign

Nesklúbburinn

Að óbreyttu mun Bændaglíman fara fram næstkomandi laugardag og er það eins og undanfarin ár lokapunktur hefðundinnar dagskrár hjá klúbbnum.  Að Bændaglímu lokinni verður skálinn og veitingasalan opin til mánaðarmóta frá kl. 09.00 – myrkurs.

Þeir félagsmenn sem eru í skuld í veitingasölunni eru hvattir til þess að gera það upp fyrir mánaðarmót.  Eftir mánaðarmót verða sendar kröfur í heimabanka viðkomandi.

Eins eru nokkrir aðilar sem eiga hluta inneignarinnar sem innheimt var með félagsgjöldunum í vor og eru þeir aðilar einnig hvattir til þess að nýta sér hana fyrir mánaðarmót – það er síðasti séns.

Nánari upplýsingar um opnun vallarins og skálans í október verður svo gefin út eftir helgi.