Trackman Meistaramót Nesklúbbsins

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Trackman Meistaramót Nesklúbbsins í golfhermum fer fram á Nesvöllum frá 20. febrúar til 20. apríl.

Keppt er í flokkum karla og kvenna með og án forgjafar. Notast er við Golfbox forgjöf. Leiknir eru þrír hringir á tímabilinu sem allir telja. Spila má hringina hvenær sem er á tímabilnu.

Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í öllum flokkum.

Allir hringir mótsins verða spilaðir á Country Club of Jackson vellinum sem hefur verið einn mest spilaði völlurinn á Nesvöllum frá opnun.

Ekkert þátttökugjald er í mótinu annað en það að panta og greiða fyrir notkun golfhermisins.

Ef notaður er MULLIGAN þarf að gera mótanefnd (nokkvi@nkgolf.is) sérstaklega grein fyrir ástæðu þess og fá samþykki.