Umferð á Nesvellinum í maí

Nesklúbburinn

Nú er hægt að taka út áhugaverða tölfræði úr Golfbox um umferð og þar með nýtingu rástíma á Nesvellinum.  Síðan völlurinn opnaði þann 4. maí má m.a. sjá að bókaðir rástímar eru 51% þeirra tíma sem í boði hafa verið, þriðjudagar og laugardagar eru best nýttu dagarnir og vinsælustu rástímarnir eru á milli 16.00 og 17.00. 

Á meðfylgjandi skyggnum má sjá stutta samantekt yfir nýtingu vallarins þessar fyrstu fjórar vikur tímabilsins 2020.