Uppfærð rástímatafla og holustaðsetningar

Nesklúbburinn

Rástímataflan hefur nú verið uppfærð miðað við þann fjölda þátttakenda sem skráður er í Meistaramótið 2013.  Athugið að rástímum hefur hjá sumum flokkum verið flýtt.  Töfluna má sjá hér á síðunni undir „um NK/skjöl“.  Einnig er þar að finna skjal með holustaðsetningum fyrstu fjóra daga mótsins.