Skráningu lokið í Meistaramótið

Nesklúbburinn

Skráningu í Meistaramótið lauk núna kl. 22.00 í kvöld.  Töluverðar breytingar áttu sér stað í skráningarbókinni í dag þar sem fólk var ýmist að skrá sig í mótið eða afskrá sig af hinum ýmsu ástæðum.  Undir lokin tók skráningin svo dálítinn kipp og þegar upp var staðið höfðu 203 félagsmenn skráð sig til leiks í þessu stærsta móti sumarsins.  Langfjölmennasti flokkurinn er 2. flokkur karla þar sem að 44 skráðu sig til leiks og er hann helmingi stærri en næst stærsti flokkurinn sem er 3. flokkur karla.  

Uppfærð rástímatafla verður birt hér á vefnum í kringum hádegi á morgun og rástímar fyrir fyrsta keppnisdag, laugardaginn 6. júlí verða birtir fyrir kl. 16.00 á morgun, föstudag.