Opna COCA-COLA mótið fór fram um helgina. Mótið sem er elsta opna golfmót var fyrst haldið 1961 og hefur verið haldið allar götur síðan. Fyrirkomulagið er höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum ásamt nándarverðlaunum á par 3 brautum. Helstu úrslit urðu eftirfarandi:
Höggleikur án forgjafar:
1. sæti: Kristján Björn Haraldsson, NK – 71 högg
2. sæti: Krisinn Sölvi Sigurgeirsson, GOS – 75 högg
3. sæti: Steinn Baugur Gunnarsson, NK – 75 högg
Punktakeppni með forgjöf:
1. sæti: Bjargey Aðalsteinsdóttir, NK – 41 punktar
2. sæti: Kristján Björn Haraldsson, NK – 38 punktar
3. sæti: Þorsteinn Guðjónsson, NK – 38 punktar
Nándarverðlaun:
2./11. braut: Hinrik Þráinsson, 1,68 metra frá holu
5./14. braut: Gauti Grétarsson, 1,04 meter frá holu
9./18. braut: Dagbjört Harðardóttir, 1,58 metra frá holu