Úrslit í Draumahringnum

Nesklúbburinn Almennt

Síðasta hefðbundna mót sumarsins, Eclectic eða Draumahringurinn eins og það hefur verið þýtt yfir á Íslensku hjá Nesklúbbnum fór fram á Nesvellinum í dag.  þrátt fyrir að eingöngu hafi verið um 10 gráður og nokkur vindur var fínasta veður til golfleiks.  Draumahringurinn er samansafn bestu skora hjá öllum meðlimum klúbbsins á hverri holu.  Í hringinn eru notuð skor allra hefðundinna móta sem haldin eru á Nesvellinum fyrir bæði kyn á hverju sumri.  Þetta lokamót er síðan síðasti möguleiki hvers og eins til þess að bæta sig á hverri holu.  Hart var barist í nokkrum flokkum og voru nokkrir kylfingar sem náðu að bæta sig töluvert.  Mótið sjálft var síðan hefðbundin punktakeppni þar sem að hámarksforgjöf var 36 og voru veitt verðlaun fyrir fimm efstu sætin.  Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

PUNKTAKEPPNI:

1. SÆTI – BJARGEY AÐALSTEINSDÓTTIR – 43 PUNKTAR

2. SÆTI – RAGNA BJÖRG INGÓLFSDÓTTIR – 39 PUNKTAR

3. SÆTI – KRISTÍN ERNA GÍSLADÓTTIR – 37 PUNKTAR

4. SÆTI – EIÐUR ÍSAK BRODDASON – 37 PUNKTAR

5. SÆTI – GUNNAR HALLDÓRSSON – 36 PUNKTAR

NÁNDARVERÐLAUN

2./11. HOLA – EGGERT RAFN SIGHVATSSON – 2,22 M FRÁ HOLU

5./14. HOLA – GUÐJÓN ÁRMANN GUÐJÓNSSON – 65 CM FRÁ HOLU

ÚRSLIT Í HEILDARKEPPNI DRAUMAHRINGSINS:

FORGJAFARFLOKKUR I – ÓLAFUR BJÖRN LOFTSSON – 53 HÖGG

FORGJAFARFLOKKUR II – JÓNATAN JÓNATANSSON – 59 HÖGG

FORGJAFARFLOKKUR III – HINRIK ÞRÁINSSON – 64 HÖGG

FORGJAFARFLOKKUR IV – ÞÓRARINN SVEINSSON – 69 HÖGG

FORGJAFARFLOKKUR V – GUÐNÝ HELGADÓTTIR – 80 HÖGG

Nánar má lesa um úrslit mótsins á golf.is