Lokamót kvenna á sunnudaginn

Nesklúbburinn Kvennastarf

Lokamót NK kvenna

Lokamót NK kvenna verður haldið sunnudaginn 28. ágúst á Nesvellinum. Mótið er 9 holu punktakeppni. Mæting er kl. 9:30 og ræst verður út stundvíslega kl. 10 á öllum teigum.

Að móti loknu verður boðið upp á gómsætan mat að hætti Kristjáns og verðlaunaafhendingu.

Þetta árið er breyting á fyrirkomulagi mótsins þar sem keppt verður í tveimur forgjafarflokkum, vallarforgjöf 0-24 og vallarforgjöf 25-36 en hámarksforgjöf í mótið er 36. Fjöldi glæsilegra vinninga er í boði! Verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í hvorum flokki, nándarverðlaun á 2. braut og 5. braut og verðlaun fyrir lengsta upphafshöggið. Einnig fá þátttakendur teiggjafir og dregið verður úr fjölda skorkorta. Gjald fyrir mat og mót er 3.900 kr.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á www.golf.is en einnig er hægt að skrá sig á skrifstofu klúbbsins milli 9 – 16 í síma 561 1930. Skráningu lýkur á miðnætti föstudaginn 26. ágúst. Athugið að fjöldinn er takmarkaður og dregið verður í holl.

Við þökkum fyrir frábæra þátttöku í sumar og hlökkum til að sjá ykkur sem flestar!

Golfkveðjur,

Kvennanefndin