Úrslit í ECCO forkeppninni

Nesklúbburinn

ECCO innanfélagsmótið fór fram í blíðskaparveðri á Nesvellinum í dag.  Mótið er forkeppni fyrir annarsvegar bikarmeistara Nesklúbbsins þar sem 32 efstu í höggleik með forgjöf komast áfram og Klúbbmeistara í holukeppni hinsvegar þar sem 16 efstu í höggleik án forgjafar komast áfram.  Fullt var í mótið og komust færri að en vildu.  Mjög góð skor litu dagsins ljós og stefndi m.a. allt í að Nökkvi Gunnarsson væri að gera tilkall til vallarmetsins er hann lék fyrri níu holurnar á 31 höggi þar sem hann fékk þrjá fugla og einn örn.  Seinni níu holurnar lék hann svo á pari og samtals á 67 höggum sem er glæsilegur árangur.  Mágkona Nökkva, Ragna Björg Ingólfsdóttir átti svo sannkallaðan draumahring er hún lék á 82 höggum.  Hún lék seinni hringinn glæsilega á 38 höggum eða tveimur höggum yfir pari.  Ragna sem var með 20 í vallarforgjöf í mótinu var því á 62 höggum nettó og fékk 46 punkta sem ætti að verða dágóð lækkun á forgjöfinni.  Helstu úrslit í mótinu urðu annars eftirfarandi:

Höggleikur án forgjafar:

1. sæti – Nökkvi Gunnarsson, 67 högg
2. sæti – Gauti Grétarsson, 70 högg
3. sæti – Rúnar Geir Gunnarsson, 71 högg

Höggleikur með forgjöf:

1. sæti – Ragna Björg Ingólfsdóttir, 62 högg nettó
2. sæti – Þórarinn Sveinsson, 64 högg nettó
3. sæti – Ellen Rut Gunnarsdóttir, 67 högg nettó

Nándarverðlaun:

2./11. braut: Heimir Örn Herbertsson, 53 cm. frá holu
5./14. braut: Valur Kristjánsson, 1,69 m. frá holu