Úrslit í mótinu á sunnudaginn og heildarstaðan

Nesklúbburinn Almennt

Rúmlega 30 kylfingar mættu til leiks í öðru móti októbermótaraðarinnar sem haldið var á Nesvellinum síðastliðinn sunnudag.  Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

1. sæti – Helga Matthildur Jónsdóttir – 19 punktar*

2. sæti – Kjartan Steinsson – 19 punktar

3. sæti – Kristín Rún Gunnarsdóttir – 18 punktar

* þar sem Helga og Kjartan voru jöfn með 19 punkta í fyrsta sæti var samkvæmt mótareglum Nesklúbbsins reiknað út frá síðustu 6 holunum og þar fékk Helga 14 punkta á meðan Kjartan fékk 12 punkta og Helga því sigurvegari dagsins.  Fjórir kylfingar voru jafnir með 18 punkta í 3. – 6. sæti og var farið eftir sömu reglum þar og var þá Kristín Rún efst með 15 punkta og hlýtur fyrir vikið 3. sætið.

Heildarstaða efstu kylfinga í októbermótaröðinni:

1. – 2. sæti – Helga Matthildur Jónsdóttir – 7 stig

1. – 2. sæti – Helga Kristín Einarsdóttir – 7 stig

3. – 4. sæti – Rafn Benediktsson – 4 stig

3. – 4. sæti – Kjartan Steinsson – 4 stig

5. – 6. sæti – Jórunn Þóra Sigurðardóttir – 3 stig

5. – 6. sæti – Kristín Rún Gunnarsdóttir – 3 stig

Næsta mót fer fram næstkomandi sunnudag kl. 13.00 ef veður leyfir og verður auglýst nánar hér á síðunni þegar nær dregur.

Styrktaraðilar fyrstu tveggja mótanna voru fyrirtækin SS í fysta mótinu og Innes sem styrkti annað mótið.  Er báðum fyrirtækjum færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn.